Föstudagur , 21. september 2018

Stykkishólmur fréttir

Samkomulagi náð um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar

Lífríki Breiðafjarðar hefur verið í umræðunni af og til og meira en venjulega að undanförnu vegna fyrirætlana um nýtingu þara og þangs úr firðinum. Fundað hefur verið með Stykkishólmsbæ, Hafrannsóknarstofnun, Deltagen, Félagsbúinu á Miðhrauni, Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum, Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Fundurinn var upplýsandi, að sögn …

Meira..»

Hvasst og fljúgandi hálka á Snæfellsnesi

Nú er djúp lægð stödd á hafinu suðaustan við landið. Þessi lægð, í samvinnu við hæðina yfir Grænlandi veldur hvössum vindi á landinu í dag (mánudag). Þessu fylgir úrkoma, rigning á láglendi, en slydda og síðar snjókoma eftir því sem hærra er farið yfir sjávarmál. Ferðalangar ættu að huga að …

Meira..»

Íslandsmeistararnir sterkir

Snæfell hélt í Garðabæinn í dag þar sem liðið mætti Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna.  Snæfell vann fyrri leik liðanna í haust, í Stykkishólmi, naumlega 95-93 með flautukörfu frá Bryndísi Guðmundsdóttur.  Það mátti því vænta spennandi leiks í dag en Íslandsmeistararnir hafa heldur betur verið að sýna klærnar í síðustu leikjum …

Meira..»

Þrjú af tíu bestu hótelum landsins á Snæfellsnesinu og við Breiðafjörð

Það dylst engum að hér á Snæfellsnesi og í Flatey eru úrvals möguleikar til gistingar og það í öllum verðflokkum.  Við getum státað okkur af mjög flottum hótelum eins og Egilsen, Búðum og Flatey.  Það kemur því etv. ekki á óvart að þessi hótel hljóti sérstaka athygli. S.l. fimmtudag birti einn …

Meira..»

Hænuskref

Skipulags- og byggingarnefnd Stykkishólmsbæjar fundaði í upphafi vikunnar og voru 18 liðir til umfjöllunar. Mörg málanna koma oft fyrir nefndina þar til afgreiðsla liggur fyrir. Við hverja umræðu koma einhver atriði fram og málið tekur sín hænuskref í kerfinu og leiða á endanum til framkvæmda eða ekki. Þannig er ljóst …

Meira..»

Áfram SamVest

Föstudaginn 6. nóvember s.l. var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf Sam-Vest í frjálsum íþróttum. Það eru héraðssamböndin sjö sem standa að SamVest sem skrifuðu undir nýjan samning í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu. SamVest varð til haustið 2012 og þá var ritað undir vilja-yfirlýsingu um samstarf til 3ja ára. Samningstíminn rennur út …

Meira..»

Jól í stofunni

Söngvarinn góðkunni, Þór Breiðfjörð sem á rætur að rekja hingað til Stykkishólms stendur í stórræðum þessa dagana. Hann er að leggja lokahönd á nýjan jóladisk sem ber heitið Jól í stofunni og hefur að geyma vel þekkt jólalög auk tveggja glænýrra laga og er hann sjálfur höfundur annars af nýju …

Meira..»

Utangarðs

Á laugardaginn munu Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir kynna nýútkomna bók sína Utangarðs? – Ferðalag til fortíðar í Vatnasafninu kl. 15 Sumarið 2013 var haldin í Þjóðarbókhlöðunni sýning sem hlaut nafnið Utangarðs? Þar var gerð grein fyrir lífi og starfi um þrjátíu einstaklinga sem á einhvern hátt féllu ekki …

Meira..»

Tónlistarskólanum færð hljóðfæragjöf

Fyrir tveimur árum voru haldnir minningartónleikar hér í Stykkishólmi um Hafstein Sigurðsson sem starfaði meðal annars sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Stykkishólms um árabil. Við það tilefni var stofnaður sjóður til minningar um Hadda, en nú um helgina eru liðin 70 ár frá fæðingu hans. Í upphafi vikunnar var tónlistarskólanum færð …

Meira..»

Tveir Hólmarar á þingi

Tveir Hólmarar sitja á Alþingi þessa dagana. Þetta eru þeir Lárus Ástmar Hannesson sem situr á þingi nú sem varamaður Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur áttunda þingmanns Norð-vestur kjördæmis fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð og Sigurður Páll Jónsson sem varamaður Gunnars Braga Sveinssonar fyrsta þingmanns Norð-vestur kjördæmis fyrir Framsóknarflokkinn. Á meðfylgjandi …

Meira..»