Stykkishólmur fréttir

Ár breytinga

Eins og sagt hefur verið frá á síðum Stykkishólms-Póstsins áður þá eru framundan breytingar í skólamálum í Stykkishólmi. Gunnar Svanlaugsson skólastjóri hefur sagt starfi sínu lausu og auk þess sem amk 3 grunnskólakennarar hætta. Í þessu tölublaði er einmitt auglýst eftir skólastjóra við grunnskólann. En það verða ekki síður breytingar …

Meira..»

Líf og fjör um helgina

Það má væntanlega heyra lúðrahljóm við Skólastíginn n.k. laugardag þar sem Lúðrasveit Stykkishólms æfir fyrir vortónleika en í íþróttahúsinu verður keppt í frjálsum íþróttum á sunnudag á vegum Héraðssambands Snæfellinga og Hnappdæla. Allir eru velkomnir á áhorfendapallana en mótið hefst kl. 10:30. Skrá þarf keppendur í mótið fyrir kl. 21 …

Meira..»

Margt í pípunum

Þegar litið er yfir fundargerðir hjá Stykkishólmsbæ má glöggt sjá að margt er í pípunum bæði hjá sveitarfélaginu og einkaaðilum. Nokkuð er um að verið sé að vinna deiliskipulagsvinnu og á það við um bæði hjarta bæjarins sem og jaðar hans. Deiliskipulagsvinna vegna stækkunar Hótels Stykkishólms er lokið og má …

Meira..»

Má ég gista?

Leik- og myndlistarkonan góðkunna Edda Heiðrún Backman kom í heimsókn á St. Fransiskusspítalann hér í Stykkishólmi í dag færandi hendi. Edda Heiðrún hringdi á spítalann í sumar með þessa spurningu: „Má ég gista hjá ykkur?“ Húsaskjólið var auðsótt mál og dvaldi Edda Heiðrún hér í rúman vikutíma og naut þess …

Meira..»

Strætó ekur alla páskadagana

Strætó mun aka alla páskadagana. Yfir hátíðisdagana verður ekið samkvæmt hefðbundinni sunnudags áætlun. Á skírdag, fimmtudaginn 24. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Föstudaginn langa, 25. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Laugardaginn 26. mars verður ekið samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun. Á páskadag, sunnudaginn 27. mars, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Annan í páskum, …

Meira..»

Nótan í Stykkishólmi

S.l. laugardag var Nótan uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Vesturlandi og Vestfjörðum haldin hér í Stykkishólmi. Þetta er í sjö-unda sinn sem Nótan er haldin og er tilgangurinn að styrkja ungt tónlistarfólk til listsköpunar til þess að efla listir, menntun og menningu í samfélaginu. Að þessu sinni voru 24 tónlistaratriði á dagskrá …

Meira..»

Páskar framundan

Þá er páskahátíðin í næstu viku, en vorjafndægur er á sunnudaginn. Það er alveg kærkomið að sjá snjó taka upp hér þessa dagana og finna vorið í loftinu. Sáningartími er upp runninn fyrir sumarplöntur eða grænmeti og það fyrir nokkru síðan. Eflaust tímabært líka að klippa tré og runna um …

Meira..»

Árshátíð GSS

Yngri bekkir grunnskólans héldu sína árshátíð á Hótel Stykkishólmi s.l. þriðjudag og var fullt hús gesta á árshátíðinni. Það er alltaf gaman að sjá krakkana spreyta sig á leik- og söngatriðum en jafnframt um leið viðurkennt að krúttfaktorinn nær algjöru hámarki hjá yngstu bekkjunum. Eldri bekkirnir halda sína árshátíð í …

Meira..»