Stykkishólmur fréttir

Skólastefna Stykkishólms í mótun

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands hefur í janúar og febrúar á þessu ári fundað með nemendum Grunnskólans og Tónlistarskólans, leikskólabörnum, starfsfólki skólanna þriggja, skólanefndum, æskulýðs- og íþróttanefnd, bæjarstjórn og stýrihópi verkefnisins um mótun nýrrar skólastefnu fyrir alla skóla Stykkishólmsbæjar. Á fundunum hefur verið verið álits á því hvað …

Meira..»

Tími aðalfunda

Nú er tími aðalfunda margra félagasamtaka. Þannig hélt Rauði krossinn í Stykkishólmi sinn aðalfund í síðustu viku og var stjórn kjörin þannig: Formaður var kjörinn Símon Hjaltalín, gjaldkeri Hinrik Finnson, ritari Guðrún Erna Magnúsdóttir og meðstjórnendur Jónína Víglundsdóttir og Björn Benediktsson. Hjá Golfklúbbnum Mostra var haldinn aðalfundur fyrir skömmu og …

Meira..»

Tangagata 7 gengur í endurnýjun lífdaga

Um nokkurt skeið stóð húsið við Tangagötu 7 autt og lá undir skemmdum. Á síðasta ári festi Baldur Þorleifsson hjá Narfeyri ehf. kaup á húsinu og eru endurbætur hafnar. Tvær íbúðir verða í húsinu auk kjallara. Verkið gengur vel og er á undan áætlun skv. upplýsingum frá Baldri sem var …

Meira..»

Nýtt fyrirtæki í undirbúningi

Agnar Jónasson sem rekur nú vöktunarþjónustuna Vökustaur og þar til nýlega skeifugerðina Helluskeifur undirbýr nú af kappi stofnun bílapartasölu hér í Stykkishólmi og fær hún heitið Partasala Vesturlands. Aðsetur verður á Reitarveginum og hefur Agnar þegar fengið fyrsta bílinn til að rífa í sundur. „Já ég hef mjög gaman af …

Meira..»

Skipulagsmálin

Skv. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar þá eru jafnan nokkuð mörg mál til afgreiðslu. Verið er að vinna að deiliskipulagi miðbæjar í Stykkishólmi, Vatnsáss, Borgarbraut 8 og 8a (Hótel Stykkishólmur) og Reitarvegs um þessar mundir. Byggingarleyfi var samþykkt af gefa út fyrir lóðina Skúlagata 23, en ekki hefur staðið hús á …

Meira..»

Snæfellskrakkar á Nettómóti

Um síðustu helgi fór fram stærsta og veglegasta minniboltamót í körfu sem haldið er hér á landi. KarfaN, sem er sameiginlegt hagsmunafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, í samstarfi við Nettó og Reykjanesbæ halda mótið ár hvert. Til leiks mættu rúmlega 1.200 börn á aldrinum 5-11 ára. Keppendur …

Meira..»

Dagur tónlistarskólanna

Það var mikið um að vera s.l. helgi hér í Stykkishólmi. Júlíönuhátíð stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags, Dagur tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur á laugardeginum í Stykkishólmskirkju, körfuboltamót var hjá 8. flokk drengja, opið hús var á Hamraendum hjá Sæþóri á Narfeyrarstofu og svo var félagstarfið Sprettur með vöfflukaffi á …

Meira..»

Mastersnemi frá Frakklandi í Stykkishólmi

Í vikunni kom hingað til Stykkishólms, alla leið frá Frakklandi, mastersneminn Gilles Chen til dvalar næstu 6 mánuði. Gilles stundar nám við Paris-Saclay háskólann en frá háskólanum fékk hann styrk til fararinnar og mun starfa með starfsmönnum í Háskólasetri Snæfellsness út ágústmánuð. „Gilles er nemi í fagi sem kallast má …

Meira..»

Menntabúðir í Stykkishólmi

S.l. þriðjudag streymdi starfsfólk skóla á öllu Vesturlandi hingað í Stykkishólm, nánar tiltekið í Grunnskólann. Frá kl. 15:30 fóru fram árvissar menntabúðir Vesturlands þar sem starfsfólk grunnskóla á Vesturlandi hittist og fer á svokallaða örfyrirlestra sem starfsmenn gestaskóla hverju sinni ásamt fleirum sjá um. Var um stutt námskeið eða fyrirlestra …

Meira..»