Laugardagur , 17. nóvember 2018

Stykkishólmur fréttir

Samningur runninn út

Samningur milli sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði málefna fatlaðra á Vesturlandi er runninn út. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs frá í síðustu viku. Það er jafnframt tillaga bæjarráðs að kanna vilja sveitarfélaganna á Vesturlandi til þess að endurnýja samninginn, áður en endanleg ákvörðun um nýjan samning verður tekin. Sérstaklega er …

Meira..»

Hraðsoðið ár 2015

Með því að fletta öllum tölublöðum ársins 2015 af Stykkishólms-Póstinum má vel sjá að eitt og annað hefur gerst í bæjarfélaginu. Sumt hefur ratað víðar í fjölmiðlum, annað ekki. Verður hér stiklað mjög á stóru og engann veginn í tímaröð! Í upphafi ársins 2015 voru bæjarbúar 1110 talsins. Stækkanir og …

Meira..»

Hörkuspenna

Mikil spenna var í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi á þriðjudagskvöldið þegar bæði liðin okkar í meistaraflokki tóku á móti gestum. Stelpurnar í Snæfelli unnu öruggan og afar sannfærandi sigur þegar þær tóku á móti Haukum í toppslag deildarinnar og unnu með 84 stigum gegn 70 stigum Hauka. Sigurinn tryggði stelp-unum toppsætið …

Meira..»

Tvíhöfði Snæfells er á þriðjudaginn en ekki á mánudaginn!

Það misritaðist í Stykkishólms-Póstinum í dag að næstu leikir meistaraflokks kvenna og meistaraflokks karla eða Tvíhöfðinn yrði mánudaginn 18. janúar en ekki þriðjudaginn 19. janúar eins og rétt er.   Leikirnir eru sem hér segir: Þriðjudaginn 19. janúar Mfl.kvk. Snæfell – Haukar kl. 18.30 Mfl.kk. Snæfell – Höttur kl. 20.15

Meira..»

Við áramót

Ég nefndi það í pistli mínum á síðasta ári að við Íslendingar erum vel settir að búa við rótgróið lýðræðisskipulag og eiga þess kost að hafa áhrif á stjórnarfar okkar í kosningum. Óstjórn, ofbeldi, hryðjuverk og mikill straumur flóttamanna til Evrópu setti mark sitt á veröldina á síðasta ári með …

Meira..»

Úthlutanir

Lista- og menningarsjóður úthlutaði á þrettándanum að venju styrkjum til umsækjenda í sjóðinn. Samtals var úthlutað krónum 1.370.000 í samtals 10 verkefni: Emblur 150.000 kr. Frístundabændur í nágrenni Stykkishólms 100.000 kr. Júlíana-hátíð sögu og bóka 100.000 kr. Kór Stykkishólmskirkju 160.000 kr. Listvinafélag Stykkishólmskirkju 160.000 kr. Ljúfmetismarkaður 100.000 kr. Lúðrasveit Stykkishóls …

Meira..»

Áfram byggt í Arnarborgum og víðar

Skipavík heldur áfram að byggja í sumarhúsabyggð í Arnarborgum og að sögn Sævars Harðarssonar í Skipavík er eftirspurn góð eftir húsum þar. Á fundi skipulags og byggingarnefndar var samþykkt að gefa út leyfi nú, fyrir einu húsi, sem að sögn Sævars, þegar er selt. Baldur Þorleifsson og Narfeyri ehf hafa …

Meira..»

Rekstur dvalarheimilisins þungur

Elsa Jóhannesdóttir hefur veirð ráðin sem matráður í eldhúsi en enn vantar starfsfólk til afleysinga vegna vetrarfría starfsmanna. Rekstrarstaða heimilisins er mjög þröng og hafa launabreytingar sem gerðar voru á síðasta ári haft mikil áhrif á reksturinn. Hjúkrunarrými eru fullskipuð en 3 umsóknir liggja fyrir um pláss á Dvalarheimilinu. frettir@snaefellingar.is

Meira..»

Póstþjónusta breytist

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Íslandspósti verið heimilað að breyta þjónustu sinni í dreifbýli. Dreifingardögum mun fækka í dreifbýli og nær það til dreifbýlis hér á Snæfellsnesi. Frá 1. mars verður dreift í dreifbýli annan hvern dag og mun t.d. dreifing á Stykkishólms-Póstinum í dreifbýli þannig verða …

Meira..»

Snæfell mætir Keflavík

Búið er að draga í undanúrslit bikarkeppninnar.  Snæfellsstúlkur drógust gegn Keflavík á útivelli.  Í hinni viðureign undanúrslitanna mætast bikarmeistarar Grindavíkur og Stjarnan og fer sá leikur fram í Grindavík.  Undanúrslitin munu fara fram dagana 23.-25.janúar og úrslitaleikurinn sjálfur verður 13.febrúar.  Sjá nánar á heimasíðu KKÍ.

Meira..»