Uncategorized

Landslagið að breytast

Byggingarframkvæmdir standa nú yfir á lóðinni við Skólastíg 2 á vegum Ellerts Kristinssonar. Langt er síðan hús stóð á lóðinni en Hjaltalínshús brann til kaldra kola árið 1983 og síðan hefur ekki verið bygging þar. Búið er að reisa útveggi úr steyptum einingum og snýr húsið líkt og Hjaltalínshús gerði …

Meira..»

Atvinnumálin

Ég heiti Magda Kulinska og skipa 3. sæti L-listans. Ég er pólsk að uppruna en hef búið í Stykkishólmi frá 1995. Ég er í sambúð með  Hafþóri Benediktssyni og eigum við tvo syni.    Nú eru bæjarstjórnarkosningar eftir rúma viku og er gaman að fá tækifæri til að taka þátt …

Meira..»

40 ára afmæli endurhæfingardeildar og 25 ára afmæli Háls- og bakdeildar St.Franciskusspítala

Það er gaman að segja frá því að um þessar mundir eru 40 ár frá því endurhæfingadeild var fyrst sett á laggirnar hér á St.Franciskusspítalanum í Stykkishólmi. Kom það til vegna áhuga Str. Lidwinu á að hjálpa sjúklingum enn betur að eflast og styrkjast eftir veikindi eða slys en einnig …

Meira..»

Framkvæmdir við hjúkrunarrými af stað í haust?

Eins og sagt var frá í síðasta Stykkishólms-Pósti þá þokast málefni sjúkra- og dvalarrýma í rétta átt. Í samtali Stykkishólms-Póstsins við bæjarstjóra kom fram að samningar væru á lokastigi. Í upphafi þessarar viku steig Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi í pontu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi og …

Meira..»

Flutt á Skólastíg

Félaxmiðstöðin X-ið er flutt á Skólastíg og starfsemi þar komin á fullan skrið.  Þegar Stykkishólms-Pósturinn leit inn í byrjun viku var verið að spila í ýmsum rýmum og létu krakkarnir vel af sér á þessum nýja stað. Kostur að mörgu leiti að hafa fleiri afmörkuð rými en enn ætti eftir …

Meira..»

Leikfélagið við æfingar

Leikfélagið Grímnir hefur nú flutt aðsetur sitt upp í gömlu flugstöðina. Þar hafa staðið yfir, undanfarnar vikur, æfingar fyrir leikverk sem sett verður upp í sal Tónlistarskólans í Stykkishólmi eftir nokkrar vikur. Leikstjóri er Bjarki Hjörleifsson og þegar blaðamaður leit inn á dögunum var hópurinn að tínast í hús.

Meira..»

Slökkvilið eignast köfunarbúnað

Slökkviliði Snæfellsbæjar barst höfðingleg gjöf á dögunum sem afhent var á 112 deginum um síðustu helgi. Í tilefni af því að Þorgils Björnsson „Lilli á Grund” hefði orðið 90 ára þann 14. febrúar síðastliðinn. Færði fjölskylda hans slökkviliðinu 400 þúsund krónur að gjöf til kaupa á neyðarköfunarbúnaði í minningu hans, …

Meira..»

Indverskur réttur Rakelar

Einfaldur, fljótlegur Indverskur réttur. Kjúklingabringur eða lundir Stór laukur Kartöflur Matvinnslurjómi Curry paste Svartur mulinn pipar. Eldamennskan Skera allt hráefnið frekar smátt. Brúna kjúklinginn og laukinn á pönnu eða í potti. Bæta kartöflunum út í og curry paste Þá set ég rjómann hann þarf að fljóta yfir og blanda öllu …

Meira..»