Uncategorized

Flutt á Skólastíg

Félaxmiðstöðin X-ið er flutt á Skólastíg og starfsemi þar komin á fullan skrið.  Þegar Stykkishólms-Pósturinn leit inn í byrjun viku var verið að spila í ýmsum rýmum og létu krakkarnir vel af sér á þessum nýja stað. Kostur að mörgu leiti að hafa fleiri afmörkuð rými en enn ætti eftir …

Meira..»

Leikfélagið við æfingar

Leikfélagið Grímnir hefur nú flutt aðsetur sitt upp í gömlu flugstöðina. Þar hafa staðið yfir, undanfarnar vikur, æfingar fyrir leikverk sem sett verður upp í sal Tónlistarskólans í Stykkishólmi eftir nokkrar vikur. Leikstjóri er Bjarki Hjörleifsson og þegar blaðamaður leit inn á dögunum var hópurinn að tínast í hús.

Meira..»

Slökkvilið eignast köfunarbúnað

Slökkviliði Snæfellsbæjar barst höfðingleg gjöf á dögunum sem afhent var á 112 deginum um síðustu helgi. Í tilefni af því að Þorgils Björnsson „Lilli á Grund” hefði orðið 90 ára þann 14. febrúar síðastliðinn. Færði fjölskylda hans slökkviliðinu 400 þúsund krónur að gjöf til kaupa á neyðarköfunarbúnaði í minningu hans, …

Meira..»

Indverskur réttur Rakelar

Einfaldur, fljótlegur Indverskur réttur. Kjúklingabringur eða lundir Stór laukur Kartöflur Matvinnslurjómi Curry paste Svartur mulinn pipar. Eldamennskan Skera allt hráefnið frekar smátt. Brúna kjúklinginn og laukinn á pönnu eða í potti. Bæta kartöflunum út í og curry paste Þá set ég rjómann hann þarf að fljóta yfir og blanda öllu …

Meira..»

Verðmæti í óskilamunum

Nemendur í 7. bekk grunnskólans í Stykkishólmi tóku sig til um daginn og reiknuðu út verðmæti á óskilamunum frá síðasta ári, en þau voru að vinna í tölfræði og snerist verkefnið um það að reikna út hversu mikil verðmæti eru í óskilamunum. Verð hlutanna voru fundin þannig að tekið var …

Meira..»

Háls- og bakdeild – full ástæða til bjartsýni

  Eins og áður hefur komið fram stendur yfir stefnumótun vegna starfsemi Háls- og bakdeildar í Stykkishólmi. Í ágúst, þegar ljóst var að ekki næðist samkomulag milli framkvæmdastjórnar og Jóseps Blöndal um áframhaldandi störf við stofnunina sem byggðist á tímabundnum samningi, stóðum við frammi fyrir því hvort opna ætti Háls- …

Meira..»

Einsöngstónleikar Sigrúnar

Sigrún Sævarsdóttir verður með einsöngstónleika í Stykkishólmskirkju á sunnudagskvöldið og með henni verður píanóleikarinn Eun Chong Park. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Strauss, Puccini og Jón Ásgeirsson, Gunnar Þórðarson, Pál Ísólfsson og Sigfús Einarsson m.a. Sigrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Snæfellinga og fór þaðan í verkfræði við Háskólann í …

Meira..»

Bókaverzlun Breiðafjarðar flytur um set

Bókaverzlun Breiðafjarðar sem starfrækt hefur verið í gamla apótekinu niðri á Plássi frá því að Heiðrún Höskuldsdóttir og fjölskylda keyptu rekstur Sjávarborgar á sínum tíma hefur nú flust ofar í bæinn. Orðspor verslunarinnar hefur farið víða en góð og hugguleg stemning myndaðist strax og búðin opnaði í Apótekinu. Hefur gesti …

Meira..»

Hús fólksins

Hlutverk okkar bæjarfulltrúanna er að finna leiðir til að þjónusta bæjarbúa sem best miðað við það fjárhagslega svigrúm sem er hverju sinni. Í þessari grein vil ég velta upp hugmynd um hvernig ég tel að við getum nýtt gamla bíóhúsið okkar sem best fyrir okkur bæjarbúa. Ljóst er að Eldfjallasafnið, …

Meira..»