Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Uppskriftir

Kaffiristaðar gulrætur

Ég vil þakka Silju kærlega fyrir áskorunina. Mig langar að deila með ykkur uppskrift af ljúffengum kaffiristuðum gulrótum sem gaman er að hafa til meðlætis. 500 gr. miðlungsstórar gulrætur (svo sem regnbogagulrætur) ¾ tsk.  malaðar kaffibaunir ½ tsk. púðursykur salt og pipar 2 tsk. söxuð steinselja 1 tsk. rifinn sítrónubörkur …

Meira..»

Hollt og gott túnfisksalat!

Ég þakka mömmu minni fyrir áskorunina, ég ætla að gefa ykkur uppskrift af einföldu  og hollu salati sem endar oft í nestisboxinu mínu í skólanum þar sem það er fljótlegt að gera þetta. 1/2 mangó 1 grænt epli 1/2 gúrka 1/2 púrrulaukur/rauðlaukur 250gr kotasæla Fetaostur (dass) 1 dós túnfiskur í …

Meira..»

Jólaísar Mylluhöfðafjölskyldunnar

Ég gat bara ekki neitað henni mömmu um að taka við pennanum þar sem sat á móti henni og hún bað svo fallega. Ég ákvað að gefa uppskrift af jólaísnum okkar Mylluhöfða-fjölskyldunnar og er alltaf vinsæll . Tobleroneís 5 eggjarauður 5 msk sykur 150 gr Toblerone brætt 5 dl rjómi …

Meira..»

Réttur úr fiskafgöngum

Kæru lesendur. Uppskriftin sem ég ætla að miðla til ykkar er réttur úr soðnum fiskafgöngum ýsu eða þorski. Þessi réttur var mjög vinsæll á mínu heimili. Uppskriftin er svona: 2-4 soðin fiskstykki 2-3 matskeiðar hveiti eða spelt 1 egg og krydd eftir smekk. Fiskstykkin sett í skál, stöppuð vel í …

Meira..»

Ofnbakaðar sætar kartöflur fyrir þakkargjörð

Hæ ég heiti Kristen McCarthy Gunnarsdóttir og ég ætla deila með ykkur uppskrift frá mömmu minni, Denise McCarthy. Sætar kartöflur eru uppáhalds maturinn minn en þær eru á borðum á Thanksgiving hátíðinni í heimalandi mínu Bandaríkjunum. Þakkargjörðarhátíðin er haldin árlega á fjórða fimmtudegi í nóvember mánuði og ber upp á …

Meira..»

Mömmukökur

Ég þakka Elínu Ingu, frænku minni og góðvinkonu, og prjónafrænku barnanna minna, fyrir þessa skemmtilegu áskorun. Tímasetningin hentar einstaklega vel þar sem núna styttist í jólin. Ég er mikið jólabarn og elska allt sem við kemur jólunum (nema kannski jólaþrifin). Það eru jú langt komið fram í nóvember og eru …

Meira..»

Súkkulaðihristingur

Ég þakka nöfnu minni og vinkonu fyrir áskorunina og síðustu uppskrift, ís er alltaf málið! Ég kynni hér til leiks súkkulaðihristing sem verður oft fyrir valinu sem morgunmatur hjá mér ásamt harðsoðnu eggi (kolvetni, holl fita og prótein: frábær máltíð). Uppskriftin breytist eftir hugarfari hverju sinni en sendi hér inn …

Meira..»

Ísostakaka

Takk fyrir áskorunina kæri bróðir, hérna er ein eðal uppskrift sem er alltaf ótrúlega þægileg og góð. Botn: 1 poki makkarónukökur 100g brætt smjör Aðferð: Myljið makkarónurnar og setjið í botninn á meðalstóru formi. Gott er að mylja þær með plastpoka og rúlla yfir með kökukefli eða nota matvinnsluvél. Hellið …

Meira..»

Fiskur í raspi

Góðan daginn , ég vil þakka henni Þóru kærlega fyrir þessa áskorun. Það er fátt betra en að éta á sig gat og hvað þá ef að maturinn er nokkuð hollur. Ég hafði hugsað mér að finna eldheita pakistanska uppskrift en endaði á einni mjög íslenskri. Þau hráefni sem þarf …

Meira..»

Fathead Pizza

Takk fyrir þetta Steinunn Alva. Ég treysti á að þið hafið prófað Snickers hrákökuna hennar Steinunnar, því hún er einstaklega góð. Þar sem ég er mjög dekruð heimafyrir þá þarf ég nánast aldrei að elda enda elda ég víst bragðlausan og óætan mat að sögn Arnþórs, en hvað veit hann. …

Meira..»