Miðvikudagur , 26. september 2018

Uppskriftir

Bleikjuflök með grænmeti og guacamole

Ég þakka Daníel kærlega fyrir áskorunina og kem hér með rétt sem er í uppáhaldi hjá okkur stelpunum í fjölskyldunni. Þeir sem þekkja mig vita að ég elska bleikju, spergilkál og avocado og leiðist ekki þegar þessi innihaldsefni eru á matseðlinum mínum. Hér set ég saman máltíð úr bleikju, smjörsteiktum …

Meira..»

Kjúklingabringur a’la Kazmi

Góðan daginn, mig langar að byrja á því að þakka veitingamanninum og stórvini mínum honum Svenna fyrir áskorunina. Ég hef gríðarlega gaman af því að borða góðan mat en verð nú að viðurkenna að ég er ekki sá flinkasti í eldhúsinu. Uppskriftin sem ég ætla að deila með ykkur er …

Meira..»

Svínarif Svenna í Skúrnum

Ég vill byrja á að þakka Arnþóri fyrir áskorunina. Og einning vil ég þakka fyrir viðtökurnar sem að við höfum fengið í Skúrnum. Ég er mikill matarkall en finnst þó aðalega gott að borða en hef aldrei verið mikið fyrir það að elda og hef aldrei kunnað það en núna …

Meira..»

Kjúklingaréttur með Hoisin sósu

Jæja ætli ég verði ekki að þakka stór vini mínum honum Róberti Hlöllakóng fyrir þetta. Mig langar einnig að þakka ykkur öllum fyrir viðtökurnar sem við höfum fengið í Skúrnum. Hérna er uppskrift af kjúklingarétt sem er gríðalega einfaldur og ég hef nokkrum sinnum gert, þó ég geri hann ekki …

Meira..»

Le Bürger ala Jörgensen

Ég vil byrja á því að þakka mínum mikla vini Rúnari Birgis fyrir sendinguna. Eftir mikla umhugsun ákvað ég að deila með ykkur einfaldri hamborgarauppskrift sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og mínum. Innihald hamborgarans: 800 gr ungnautahakk 250 gr beikon 3/4 Mexíkóostur 2 hvítlauksrif 1 dl barbecue sósa …

Meira..»

Hakk og spaghetti a la Rúnar

Ég vil þakka Orra fyrir að hafa sent mér pennan. Hér kemur uppskrift sem ég geri á hverjum þriðjudegi. 200 gr heimagert spaghetti 500 gr nauthakk (helst slátrað í Hólminum) 1 dós tómatpúrra (fæst bara í Fjarðakaup) 5 meðalstórir lerkisveppir (týndir í Sauraskógi) 1 tsk íslenskt smör 1 msk matarolía …

Meira..»

Ólífu- og döðlu kjúklingur hjúkrunarfræðingsins

Ég þakka Ingunni fyrir áskorunina og birti hér uppskrift sem fjölskyldan mín þreytist seint á: Ólífu- og döðlu kjúklingur: 1 pakki af kjúklingabringum 1 sítróna 1 bolli ólífur ca. 10 þurrkaðar döðlur (skornar þversum). Kryddblanda: hvítlauksrif 4 msk ólífu olía 1 1/2 tsk kúmín (ekki kúmen) 1 tks engifer 1 …

Meira..»

Dijon lax tannlæknisins

Ég þakka Rúnu minni kærlega fyrir áskorunina! Hjá okkur fjölskyldunni eru lax og silungur í sérstöku uppáhaldi – eða bleikur fiskur eins og frumburðurinn segir. Oft fáum við silung úr sveitunum okkar fyrir norðan, en annars er frosinn lax beint úr bónus afbragðsgóður. Um daginn fékk ég dýrðlegan rétt hjá …

Meira..»

Grilluð lúða eða lax með soya & sesam

Ég vil byrja á að þakka Símoni vini mínum og fyrrum vinnufélaga fyrir áskorunina. Þar sem aðal grilltíminn ætti nú vonandi að vera genginn í garð og sjávarfang liggur mér afar nærri, langar mig að deila með ykkur uppskrift af grillaðri lúðu. Fyrir þá sem ekki geta nálgast lúðu má …

Meira..»

Ólögleg meinholl lúðusúpa

Þá er komið að því að maður deili eldhústöktunum með þjóðinni. Ég þakka og tek áskorun Bjössa á Bensó með gleði og miklu þakklæti í huga og eins og sagt er „allt er fertugum fært“ og vitum við Þorbjörn allt um slíkt þetta árið og erum færir í flestann sjó. …

Meira..»