Föstudagur , 16. nóvember 2018

Uppskriftir

Þorskuppskrift

Þar sem vinkona mín Elinborg Sturludóttir gerði mér þann mikla greiða að skora á mig með mataruppskrift ,læt eg eftirfarandi fiskrétt hér með fljóta. En ekkert fáum við ferskara og betra en íslenskan fisk. 1 kg. þorskur( helst úr Kolluál ) 100 gr smjör safi úr 1 stk. sítrónu 2 …

Meira..»

Sunnudagsmorgunmatur

Æskuvinkona mín Þórdís Jóna gaf lesendum Stykkishólmspóstsins uppskrift af hollum morgungraut í síðasta blaði. Ég ætla að taka upp þráðinn frá henni og halda mig við morgunmatinn, en gefa ykkur hins vegar uppskrift af morgunverðarbollum sem eru bara til spari! Ef deiginu er leyft að lyfta sér í ískáp yfir …

Meira..»

Morgunmatur

Það er góð byrjun á deginum að fá næringarríkan morgunmat. Góður morgunmatur samanstendur af hollum kolvetnum, próteini og fitu. Allt þetta er í grautum og stútfullt af vítamínum í uppáhaldsmorgunmatnum hér á bæ. Kosturinn við þennan graut er að hann er gerður kvöldið áður – það er algjört lykilatriði. Setjið …

Meira..»

Kjúklingasalat

Takk fyrir áskoruninna Fanný, Ég er nú svo vel gift að ég þarf mjög sjaldan að elda mat en þegar ég elda þarf það að vera fljótlegt. Hér er einn kjúklingaréttur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. 2 Bökunarkartöflur 2 Sætar kartöflur 4 Gulrætur Blómkál Sveppir 1 stk Hvítlaukur …

Meira..»

Hvítlauks-spaghettí

Takk fyrir Margrét mín, svo nú er komið að mér. Ég er hér með mjög einfalda uppskrift sem allir ættu að geta gert. Hvítlauks-spaghetti. 125 ml ólífuolía 3 – 5 hvítlauksrif pressuð salt og pipar 450 g spaghetti 3 súpuskeiðar smátt rifin steinselja Sjóðið spaghettíið með einni teskeið af ólífuolíu …

Meira..»

Grænmetissúpa í ársbyrjun

Heil og sæl. Ég þakka minni kæru frænku fyrir áskorunina. Eftir allt átið yfir hátíðina eru eflaust margir farnir að huga að heilsunni. Því ákvað ég að gefa ykkur uppskrift að afar gómsætri súpu. Og svo ég sé nú alveg heiðarleg, þá fékk ég Þessa uppskrift inná Himneskt.is, þar er …

Meira..»

Lefsekling – Norsk jól

Mín elskulega tengdamóðir Sólveig Viljugrein er frá Hemsedal í Noregi. Fólk þaðan er kallað Hemsedölinger og talar mállýsku sem á sterkar rætur að rekja til gammelnorsk (íslensku). Þau liggur við fæðast með skíði á fótunum og tala nær eingöngu um smurningu á skíðum og skíðafæri – ég kann ekki á …

Meira..»

Amerískar súkkulaði/pekan smákökur

Frænka mín klikkar ekki á smáatriðunum og flaggar uppskrift frá einum helsta kökusnillingi fyrr og síðar, móður minni. Ég hef lært mörg lykilatriði í bakstri hjá mömmu, eins og að þeyta smjör/sykur/egg vel og lengi og aðeins lengur en það, en Una systir hefur verið öllu duglegri að tileinka sér …

Meira..»

Svönusmákökur

Ég vil byrja á því að þakka Jóhönnu fyrir áskorunina. Mér fannst tilvalið að skella hér fram smákökuuppskrift þar sem flestir eru nú í óðaönn að baka smákökur. Þessi uppskrift var bökuð á mínu heimili síðan ég man eftir mér og að sjálfsögðu hef ég bakað hana síðan ég fór …

Meira..»

Pekanhnetugóðgæti

Takk Erla mín fyrir áskorunina. Hér kemur uppskrift pekanhnetu góðgæti. Botn 140 g hveiti 45 g púðusykur 1/2 tsk salt 90 g smjör Pekanhnetukurl 60 g smjör 90 g púðusykur 1 tsk vanilludropar 1 msk rjómi 120 ml hlynsýróp (maple syrup) 100 g pekanhnetur, saxaðar Gerið botninn með því að …

Meira..»