Miðvikudagur , 14. nóvember 2018

Uppskriftir

Hjörtur matargat

Stórvinur minn á Fagurhóli, sjálfur þrívíddarmeistarinn Baddi Lofts, skoraði á mig og eiginkonu mína að koma með einhverja snilldaruppskrift í StykkishólmsPóstinn. Sóla átti bara uppskrift af krækiberjaköku í fórum sínum og taldi hana nýtast nákvæmlega engum eftir þetta rigningarsumar þannig að ég tek alfarið við pennanum í þetta sinn. Þar …

Meira..»

Tvíréttað frá Badda

Takk takk Bjössi-Galdró-Bensó. Vindum okkur beint að efninu. Ekki er ég mikill Lax-maður, en það er einn einfaldur réttur sem hefur heillað mig síðustu árin. Þetta er hráefnið sem til þarf: Lax eða Bleikja (3 bitar). 2 rauð epli. Dijon Sinnep, helst þetta sem er frá Maille. Worcestershire Sósa frá …

Meira..»

Súvíðsbenni

Ég vil byrja á að þakka minni góðu vinkonu og bekkjarsystur Elínu Freyju fyrir áskorunina.  Maður segir ekki nei við Freyjuna. Hef aldrei gert og mun aldrei gera. Það er bara þannig.  Já en hvað skal elda? Helst vildi ég nú sýna ykkur hvernig að grilla eigi bjór þannig að …

Meira..»

Satay, kjúklingur, kúskús

Ég þakka bróður mínum honum Reyni Þór Eggertssyni fyrir áskorunina og sendi inn uppskrift af kjúklingasalatinu sem við fjölskyldan fáum aldrei nóg af. Satay kjúklingasalat með kúskús kjúklingabringur Satay sósa ( mér þykir frá Thai choice langbest) kúskús (án bragðefna eða með sólþurrkuðm tómötum) spínat (eða annað gott salat) rauðlaukur …

Meira..»

Indverskt karrý

Miðast við 1 kg af kjöti (t.d. kjúklingabita – á beinum, gúllaskjöt) Hita á 2 af 3, eða 6 af 9. 4 msk. matarolía ½ msk. kúmenfræ 2 lárviðarlauf 4 negulnaglar 4 grænar kardimommur smá bútur af kanelberki 4-5 þurrkuð chili – heldur milt bragð – 6-8 fyrir sterkt Þetta …

Meira..»

Hátíðarkótilettur í raspi með miklu smjöri

Ég hef víst þann heiður að senda inn uppskrift eftir að stórvinur minn Hjálmar skoraði á mig, og hér er nú afurðin: Hátíðarkótillettur í raspi með MIKLU smjöri Kótilettur í raspi eru herramannsmatur eins og allir vita, með smjöri, steiktum lauk, kartöflum og sultu.  Getur ekki klikkað og hentar á …

Meira..»

Japanskur kjúklingaréttur

Þakka Rabba vini mínum fyrir áskorunina. Eina sem ég hef séð til Rabba i eldhúsinu er þegar hann skar fransbrauðsneið með stóra brauðhnífnum hennar Birnu, sem hafði staðið fastur í ristinni á mér stuttu áður. Þar sem við höfðum verið að æfa hnífakast! Hér kemur uppskriftin af uppáhalds rétti fjölskyldu …

Meira..»

Grilluð keila

Komið þið sæl. Ég vil byrja á því að þakka Gunna fyrir áskorunina og veita mér þennan mikla heiður. Það sem ég ætla að bjóða uppá er grilluð keila. Þetta er mjög einfaldur réttur en gæti verið erfitt að fá keilu nema að þú þekkir mann sem þekkir annan mann. …

Meira..»

Bakara-bringur

Komið þið sæl og blessuð kæru Hólmarar, ég þakka Arnari vini mínum þessa miklu áskorun og skorast að sjálfsögðu ekki undan merkjum, ég ákvað að velja einfaldann kjúklingarétt sem að er alltaf í uppáhaldi . Bakara – bringur 3 – 4 kjúklingabringur 1 poki frosið brokkólí (fæst í Bónus) 1 …

Meira..»