Vesturland

Íbúafjöldaþróun á Vesturlandi

Samkvæmt tölum hjá Hagstofunni hefur Vestlendingum fjölgað allverulega og hafa ekki verið fleiri síðan 2009. Þessar tölur gefa til kynna að íbúar á Vesturlandi séu núna 15.766. Fjölgar þá um 200 einstaklinga frá árinu 2015. Mesta fjölgun virðist vera í Akraneskaupstað en þar búa nú 6.908 manns. Önnur sveitarfélög sem …

Meira..»

Tölulegar pælingar um kosningar

Nú liggja fyrir úrslit í Alþingiskosningum og byrjar þá alvaran. Síðustu tölur komu að morgni 30. október og voru það tölur úr Norðvesturkjördæmi. Á kjörskrá Norðvesturkjördæmis voru 21.479 en kjörsóknin var 17.444 eða 81,2%. Það voru því 4.035 sem ekki greiddu atkvæði. Það eru fleiri en samanlagðir íbúar Stykkishólms, Grundarfjarðar, …

Meira..»

Annir á Náttúrustofu Vesturlands

Á Náttúrustofu Vesturlands eru einkum stundaðar rannsóknir tengdar lífríkinu, en hlutverk hennar samkvæmt lögum eru að stunda gagnaöflun og vísindalegar rannsóknir á náttúrufari, að veita fræðslu sem hvetur til æskilegrar landnýtingar og náttúruverndar, að veita ráðgjöf og þjónustu á starfssviði sínu og hafa almennt eftirlit með náttúru landshlutans. Vor og …

Meira..»

Landsþing LH í Stykkishólmi

Nú stendur yfir 60. Landsþing Landssambands hestamannafélaga í Stykkishólmi. Þingið var sett af Lárusi Ástmar Hannessyni, formanni sambandsins og ávarpaði Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra þingið. Í ávarpi sínu fór Sigurður Ingi stuttlega yfir stöðu hestamennsku í dag og hvert ætti að stefna. Nefndi hann sérstaklega markaðsverkefni frá Íslandsstofu sem ber heitið …

Meira..»

Fjármagn til endurbóta á Skógarströnd

Breytingartillaga við samgönguáætlun var samþykkt á Alþingi í morgun. Samkvæmt henni á að verja 250 milljónum kr. í endurbætur á Snæfellsnesvegi um Skógarströnd á næstu tveimur árum. Þetta kemur fram á vef RÚV. Ekki stóð til að veita meira fjármagn fyrr en árið 2019. Undanfarið hefur vegurinn verið í fréttum vegna …

Meira..»

Rökkurdagar hefjast í dag

Menningarhátíðin Rökkurdagar hefst í dag, miðvikudag, og stendur til laugardagsins 22. október. Er þetta í 15. sinn sem hátíðin er haldin. Breyting er á fyrirkomulagi Rökkurdaga í ár, en nú er hún liður í Opnum október, sameiginlegu verkefni sveitarfélaga Snæfellsness. Opinn október, undir stjórn Svæðisgarðs Snæfellsness, er haldinn til að …

Meira..»

Samgönguáætlun Vesturlands

Á fundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var á Hótel Stykkishólmi 5. október sl. kenndi ýmissa grasa. Gísli Gíslason, formaður vinnuhóps um samgönguáætlun Vesturlands fyrir árin 2017-2029, lagði fram tillögu um samgönguáætlun. Tekið er fram í tillögunum að sveitarfélög á Vesturlandi verði að vera samstíga í samgönguáætlunum sínum. Í …

Meira..»

Lilja Rafney gefur kost á sér í forvali VG í NV-kjördæmi

Tilkynning um þátttöku í forvali Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs Ég býð mig fram í forvali VG og gef kost á mér til að leiða áfram lista VG í Norðvesturkjördæmi. Þau sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hafa verið miklir og lærdómsríkir umbrotatímar í lífi þjóðarinnar. Sú reynsla sem ég hef …

Meira..»

Aðalfundur SSV ályktar: Úrbóta er þörf

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn að Glym í Hvalfjarðarsveit 7. október s.l. Venju samkvæmt var ályktað um hin ýmsu mál á fundinum. Þær ályktanir sem tengjast Snæfellsnesi beint snúa t.d. að starfsskilyrðum lítilla útgerða sem eru meginstoð útgerðar á Snæfellsnesi sem samtökin lýsa áhyggjum sínum yfir auk þess …

Meira..»

Ríkið tekur meira en það gefur

Á nýafstöðnum haustfundi Samtaka sveitarfélaga á Vestur-landi kynnti SSV-Þróun og ráðgjöf nýjan hagvísir um opinber störf á Vesturlandi. Þar kemur fram að opinber störf á Vesturlandi voru 818,56 árið 2015 en 841,25 árið 2013. Á þessu má sjá að störfum hefur fækkað um 22,69, eða 2,7%, á tveimur árum á …

Meira..»