Vesturland

Fjárlög 2016

Fjárlög ríkisins voru lögð fram nú í vikunni á Alþingi. Jákvæðu fréttirnar eru þær að áætlanir gera ráð fyrir hallalausum fjárlögum þriðja árið í röð. Þetta er gríðarmikið efni sem fram er borið með frumvarpinu og tekur meira en einn matartíma að kynna sér það. Með því að glugga í …

Meira..»

Tombóla fyrir neyðaraðstoð í Nepal

Á dögunum héldu Valdís Eggertsdóttir og vinkonur hennar tombólu og komu færandi hendi til Rauða krossins í Stykkishólmi með söfnunarféð. Alls söfnuðust 5170 kr. og óskuðu vinkonurnar eftir því að ágóðinn rynni til neyðaraðstoðar í Nepal. Rauði krossinn vill koma á framfæri þakklæti til stúlknanna fyrir framlag þeirra og hvetur …

Meira..»

Kór í ferðahug

Kór Stykkishólmskirkju hefur s.l 3 ár stefnt að söngferðalagi til Ungverjaldns. Nú er svo komið að kórinn fer utan 18. júní n.k. alla leið til höfuðborgar Ungverjalands, Budapest. Hópurinn telur um 40 manns með mökum og hefur skipulagning ferðarinnar staðið yfir frá því fyrir jól og dagskráin nánast smollin saman. …

Meira..»

Sögustund með kanadískri sagnakonu af íslenskum ættum

Kanadíska sagnakonan Karen Gummo, hefur brennandi áhuga á sögu íslenskra forfeðra sinna og hefur í mörg ár safnað fjölskyldusögum, söngvum og þjóðsögum sem tengjast Íslandi. Nú er hún komin í langþráða ferð til Íslands og verður með sögustund í Sögustofu Inga Hans, í Grundarfirði, þar sem hún leyfir viðstöddum að …

Meira..»

Bláfáni í þrettánda sinn

Þriðjudaginn 26. maí hlaut smábátahöfnin í Stykkishólmi umhverfisviðurkenninguna Bláfánann í 13 skipti. Eins og venja er, þá skein sólin þegar fáninn var dreginn að hún. Tíu hafnir hljóta þessa viðurkenningu í ár og er Stykkishólmshöfn sú eina á Snæfellsnesi. Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisviðurkenning sem veitt er smábátahöfnum og baðströndum og …

Meira..»

Menningarstyrkir óskrifað blað, aftur!

Síðasta vetur drógust úthlutanir frá Menningarráði Vesturlands vegna styrkumsókna sem komu til ráðsins í desember 2013 til maí loka 2014.  Venjulega fer úthlutun fram í upphafi árs.  þetta gerði mörgum erfitt fyrir m.a. til að skipuleggja verkefni sem eru í gangi á sumrin.  Ástæður þess að þessar tafir urðu á …

Meira..»

Úthlutanir styrkja í sóknaráætlun Vesturlands

Framkvæmdaráð Vesturlands hefur lokið úthlutun til verkefna sem valin voru í Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árið 2013. Val verkefna byggðist á greiningarvinnu Byggðastofnunar og Atvinnuráðgjafar Vesturlanda á stöðu Vesturlands, þar sem sóknartækifæri og styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri svæðisins voru greind.

Meira..»

Fjarmenntaskólinn

Sjö framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ákveðið að bjóða sameiginlega upp á fjarnám með áherslu á starfsnám.  Um er að ræða Fjörbrautaskóla Snæfellinga, Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra, Menntaskólann á Tröllaskaga, Framhaldsskólann á Húsavík, Menntaskólann á Egilsstöðum, Verkmenntaskóla Austurlands og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu

Meira..»

Sjö börn í sjó í Borgarnesi

Sunnudaginn 12. maí  opnaði myndlistarsýning í veitingasal Landáms-seturs. Sýndar eru tré-skurðarmyndir eftir Ingibjörgu Ágústsdóttur frá Stykkishólmi. Flest  verka Ingibjargar eru byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðtrú og ber þessi sýning yfirskriftina Sjö börn í sjó. 

Hvert verk er einstakt en sumar sögurnar hefur Ingibjörg túlkað oftar en einu sinni í mismunandi myndum. 

Meira..»