Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Endurnæring Undir Jökli


Nánar um viðburð


Sumarið er komið og núna er móðirin náttúran í sínum mesta blóma og ætlum við að bjóða upp á andlega og líkamlega næringu undir töfrum Snæfellsjökuls. Það er svo dásamlegt að komast í friðsælt umhverfi náttúrunnar og geta slitið sig frá hinu daglega amstri. Leyfum okkur að njóta og næra okkur í kyrrð náttúrunnar, finna jafnvægi og dýpri tengingu við okkar innsta kjarna með aðstoð móðurjarðar ♥

Þetta er frábært tækifæri til að tengjast sjálfum sér að strá fræjum fyrir komandi tíma og þessi helgi býður svo sannarlega upp á allan þann umbreytingarkraft sem að til þarf;

⭐ÖNDUNARÆFINGAR ⭐

⭐ COLD EXPOSURE ⭐

⭐ JÓGA ⭐

⭐HUGLEIÐSLUR ⭐

⭐ SAMFLOT & TÓNHEILUN Í VATNI ⭐

⭐ TÓNHEILUN UNDIR JÖKKLI ⭐

⭐ KIRTAN ⭐

⭐ HEILSUFÆÐI ~ VEGAN ⭐

⭐ CACAO ATHÖFN ⭐

⭐SÁNA ⭐

⭐ 100% HREIN ÍSLENSK NÁTTÚRA ⭐

⭐ 2 NÆTUR UMVAFIN KRÖFTUM & TÖFRUM SNÆFELLSJÖKULS ⭐

Þessi dásemd fer fram á Öxl sem er yndislegur staður umvafin töfrandi náttúru og kröftum Snæfellsjökuls.

Ef að JÖKULLINN og töfrar SNÆFELLSNESS eru að kalla á þig máttu svo sannarlega hafa samband og við munum svara öllum spurningum 🙂

yogaraes@gmail.com
778 9052

!!Viljum vekja athyggli á því að það er aðeins pláss fyrir 14 manns og síðast komst færri að en vildu!!

VERÐ:
Við bjóðum upp á fimm 2x manna herbergi og eitt 4x manna herbergi

2 manna herbergi: 39.000kr per mann/kvennmann
4 manna herbergi: 34.000kr per mann/kvennmann

Hlakka til að heyra frá þér!
Mikill kærleikur🙏