Þriðjudagur , 25. september 2018

Lýðheilsugöngur/Wednesday Hikes from Stykkishólmur, Grundarfjörður and Snæfellsbær


Nánar um viðburð

Þessi viðburður stendur yfir frá 5 september 2018 til 26 september 2018. Næsti verður 26. september, 2018 18:00


Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga kl. 18:00. Fram kemur á vef Ferðafélagsins að þetta séu fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. 

Stykkishólmsbær
5. sept. – Grettistak undir hlíðum Kerlingarfjalls.
12. sept. – Helgafell, Munkaskörð og áleiðis gamla veginn.
19. sept. – Þingvellir, gengið um jörðina.

Upphafsstaður: Bílastæði v/íþróttahúsið kl. 18:00, sameinast í bíla
Göngustjórar: Elísabet L. Björgvinsd. m/ábúendum Helgafelli & Hrafnhildi Þingvöllum

26. sept. – Nýræktarhringur niður að Þröskuldum

Upphafsstaður: Bílastæði v/tjaldstæðið kl. 18:00
Göngustjóri: Elísabet Lára Björgvinsdóttir

Lýðheilsugöngur frá Grundarfirði.

5. sept. – Ganga upp í Arnardal.
Upphafsstaður: Gönguleiðin hjá Vatnstank ofan byggðar.

12. sept. – Gengið upp að Grundarfossi.
Upphafsstaður: Bílastæði við þjóðveg.

19. sept. – Gengið upp á Bárarháls.
Upphafsstaður: Sögumiðstöðin kl. 17:30, sameinast í bíla. Bílastæði við Bárarfoss.

26. sept. – Gengið upp eftir Hjarðarbólsá frá vaðinu.
Upphafsstaður: Sögumiðstöðin kl. 17:30, sameinast í bíla. Vaðið við Hjarðarbólsá.
Göngustjórar verða frá Ferðafélagi Snæfellsness. Fylgist með á Face book síðu félagsins.

Snæfellsbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Lýðheilsufélag Íslands. Göngurnar, sem eru fjölskylduvænar og henta öllum aldurshópum, hefjast kl. 18:00 og taka u.þ.b. 60-90 mínútur. Tilgangur þeirra er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Lögð er áhersla á náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.

Í Snæfellsbæ verður dagskráin á þessa leið:

Miðvikudagurinn 5. september kl. 18:00

Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gengið upp í Ennið og farið brúnirnar. Komið niður í Krókabrekku. Leiðsögumaður er Árni Guðjón.

Miðvikudagur 12. sept kl. 18:00

Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar, safnast saman í bíla og aka út á Hellissand. Lagt af stað í göngu frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl. 18:10 og gengið út í Krossavík.

Miðvikudaginn 19. sept kl. 18:00

Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gengið upp í skógræktargirðingu.

Miðvikudaginn 26. sept kl. 18:00

Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar, safnast í bíla og aka út að Svöðufossi. Gengið verður upp fyrir fossinn.