Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

11,6 mkr.

Hafnarstjórn fundaði í byrjun viku og var þá farið yfir rekstur hafnarsjóðs það sem af er árinu 2017. Í árshlutauppgjöri sem lagt var fram á fundinum kom fram að rekstarafgangur þessa árs er 11,6 m.kr. sem er ágæt staða. Rekstarhorfur eru því taldar vænlegar. Vel gekk með komur skemmtiferðaskipa á árinu.

Árið 2018 verður farið í nokkrar framkvæmdir eftir því sem fram kemur í fundargerð hafnastjórnar. M.a. verður farið í skipulagsvinnu, bílastæðamál verða endurskoðuð, göngubraut með Súgandiseyjargötu að ferjubrú verður skoðuð, ásamt skipulagi vegna hugsanlegra framkvæmda í Skipavík.

Hugmyndir um varðveislu svonefndrar Árnabryggju í Stykkishólmshöfn sem þjónustusvæði fyrir ferðamenn voru ræddar á fundinum og lýsti hafnarstjórn yfir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir og lýsir yfir áhuga til samstarfs. Erindi frá Rannsóknarnefnd samönguslysa um hafnarkanta var kynnt. Hafnarstjóri lagði áherslu á að unnið verði að þessum málum í samstarfi við Vegagerðina og unnar verði tillögur um öryggisaðgerðir á hafnarsvæðinu.

am