2016 var hlýjasta ár Stykkishólms

Samfelldar veðurathuganir hafa verið í Stykkishólmi síðan haustið 1845 og er það lengsta óslitna mæling veðurs á landinu.

Í pistli sem Halldór Björnsson, hópstjóri loftslagsrannsókna, og Trausti Jónsson, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum, hafa tekið saman og birt á vedur.is kemur fram að árið 2016 hafi verið það hlýjasta í Stykkishólmi frá upphafi mælinga.

Mælingarnar eru bornar saman við hlýnun á hnattræna vísu og ef fram fer sem horfir mun þetta hitamet verða slegið. Eða eins og segir í pistlinum: „Eðlilegt er að líta á þá hlýnun sem orðið hefur í Stykkishólmi síðan mælingar hófust, sem sambland af áratuga löngum hitasveiflum og hnattrænni hlýnun. Meðan ekki dregur úr hnattrænni hlýnun er því líklegt að til lengri tíma litið hlýni áfram á Stykkishólmi, þó náttúrulegar sveiflur í hitafari kunni að draga úr eða auka við hlýnun nokkra áratugi í senn.”

Meðalhiti ársins 2016 var 5,6°C. Hægt er að sjá frekari skýringar á mælingunum hér.