Á góðum stað

Vorið er sannarlega komið, aftur. Fuglarnir syngja út um allar trissur og keppast við að búa sér hreiður. Skógarþröstur einn hér í bæ, fann sér ákjósanlegan stað fyrir hreiðurgerð fyrir aftan varadekk á fjárhúsbíl Agnars Jónassonar. Í ljós kom hreiður þegar vel var að gáð og í fyrir örfáum dögum hafði fuglinn verpt tveimur eggjum í hreiðrið. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort fuglinn muni ná að unga út eggjunum á þessum stað.

am/frettir@snaefellingar.is