Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Á leirnámskeiði hjá FEBS


Nokkrar konur úr Kvenfélagi Ólafsvíkur skelltu sér á leirnámskeið hjá Félagi eldriborgara í Snæfellsbæ í vetur. Þar nutu þær leiðsagnar þeirra Guðrúnar Tryggvadóttur og Emanúels Ragnarssonar. Á námskeiðinu unnu þær fjölbreytta hluti úr leir lærðu þær ýmsar leiðir til að búa til muni. Ein þeirra mótaði fugl fríhendist á meðan hinar bjuggu til skálar, styttur, lampa og fleira. Var námskeiðið hið skemmtilegasta og aðstaða félags eldriborgara til námskeiða mjög góð. Sannaðist á þessu námskeiði hvað ungur nemur gamall temur.

þa