Aðalskipulag í Snæfellsbæ

Í síðustu viku voru haldnir tveir kynningarfundir vegna tillögu nýs aðalskipulags Snæfellsbæjar. Var annar haldinn á Lýsuhóli þar sem meðfylgjandi mynd var tekin og hinn í félagsheimilinu Klifi. Vel var mætt á báða fundina en tilgangur með kynningum sem þessum er að gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum tækifæri til að koma athugasemdum á framfæri áður en tillagan er afgreidd í auglýsingarferli.

Gögnin sem kynnt voru á fundinum er hægt að nálgast á vef tæknideildar Snæfellsbæjar og er tekið við athugasemdum til 10. febrúar næstkomandi. Skulu þær sendar á byggingarfulltrui@snb.is

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli