Áfangastaðaáætlanir

Skrifað var undir byggðaáætlun 2018-2024 í júní s.l. Byggðaáætlun er lýsing á stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfing við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Byggðaáætlun inniheldur 54 aðgerðir og verða 30 þeirra fjármagnaðar af byggðalið fjárlaga.

Eitt af verkefnum sem tengjast byggðaáætlun er Áfangastaðaáætlun landshlutanna en þær verða kynntar á morgun á vegum Ferðamálastofu og verður sent út beint frá fundinum.

am/frettir@snaefellingar.is