Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Afhenti innbundin Sjómannadagsblöð

Pétur Steinar Jóhannsson ritstjóri Sjómannadagsblaðs Snæfellsbæjar og Fríða Sveinsdóttir bókasafnsvörður með gjöfina.

Í vikunni var Bókasafni Snæfellsbæjar færð gjöf en það er þriðja bindi af Sjómannadagsblaði Snæfellsbæjar. Í þessu bindi eru það blöðin frá 2006 til 2012 sem bókasafnið eignast en fyrir á það tvö bindi sem afhent voru safninu 2007.

Fyrra bindið hefur að geyma blöð frá árinu 1987 til 1999 og í hinu síðara eru blöðin frá árinu 2000 til 2005. Bindin eru öll í fallegu bandi og er verkið unnið af Páli Halldórssyni fyrrverandi þyrluflugmanni.

Í blöðunum er heilmikill fróðleikur um sjómennsku, fisk­vinnslu og fl. í Snæfellsbæ og fleiri bæjarfélögum á Snæfells­nesi. Pétur Steinar Jóhannsson ritstjóri blaðsins sagði að þessu tilefni að öllum væri heimilt að nota efni úr bind­unum en óskað væri eftir því að heimilda sé getið. Það var Fríða Sveinsdóttir forstöðumaður bókasafnsins sem veitti gjöf­ inni viðtöku og þakkaði hún fyrir hönd Bókasafns Snæfells­bæjar. Aðspurður við þetta tæki­færi sagði Pétur vinna við blaðið á þessu ári væri vel á veg komið og kæmi það út fyrir sjómanna­daginn sem nú ber upp á 11. júní.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli