Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aflabrögð – 06.04.17

Vel hefur veiðst undanfarið og nokkrir bátar komnir í páskafrí en litla hryggningarstoppið hófst þann 1. apríl síðastliðinn og það stóra mun hefjast þann 11. apríl.

Hjá dragnótabátum var Ólafur Bjarnason SH með 69 tonn í 4, Esjar SH 64 tonn í 5, Guðmundur Jensson SH 57 tonn í 3, Gunnar Bjarnason SH 55 tonn í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 43 tonn í 3, Bára SH 26 tonn í 4 og Askur SH 6 tonn í 2. Hjá litlu línubátunum var meirihluti aflans steinbítur og var Tryggvi Eðvarðs SH með 60 tonn í 4, Brynja SH 40 tonn í 4, Kristinn SH 30 tonn í 4 og Sverrir SH 21 tonn í 4.

Stóru línubátarnir fóru allir 1 róður og var Tjaldur SH með 76 tonn, Örvar SH 55 tonn, Rifsnes SH 51 tonn og Hamar SH með 18 tonn. Tveir bátar eru byrjaðir á netarallinu þeir Saxhamar SH og Magnús SH. Magnús SH kom með 130 tonn í 5, Bárður SH 73 tonn í 10, Saxhamar SH 63 í 2, Arnar SH 40 tonn í 5, Katrín SH 18 tonn í 7 og Hafnartindur SH 13 tonn í 4. Handfærabátarnir hafa einnig fiskað þokkalega en nokkrir þeirra eru að byrja að róa. Í Rifshöfn komu 544 tonn á land í 32, í Ólafsvíkurhöfn 470 tonn í 52 og á Arnarstapa 73 tonn í 28.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli