Aflabrögð – 12.04.17

Í byrjun vikunnar voru enn nokkrir bátar að róa í Snæfellsbæ en stóra stoppið byrjaði þann 11. apríl. Í Ólafsvíkurhöfn komu á land 149 tonn í 34 löndunum, í Rifshöfn voru það 436 tonn í 17 löndunum og á Arnarstapa komu 86 tonn í 9 löndunum.

Hjá stóru línubátunum landaði Örvar SH 124 tonnum í 2, Rifsnes SH 41 tonn í 1 og Tjaldur SH 36 tonn í einni. Hjá litlu línubátunum landaði Kristinn SH 32 tonn í 4, Særif SH 26 tonnum í 3, Stakkhamar 24 tonnum í 5, Brynja SH 13 tonn í 3, Tryggvi Eðvarðs SH 11 tonn í 3 og Sverrir SH 5 tonn í 4.

Tveir netabátar réru í síðustu viku Magnús SH landaði 201 tonni í 8 og Bárður 86 tonnum í 6. Þess má geta að Magnús tekur þátt í netaralli Fiskistofu.

Hjá dragnótabátunum kom Steinunn SH með 61 tonn í 4 og Ólafur Bjarnason SH með 4 tonn í 1. Eins og fram hefur komið undanfarið hefur veiðst mjög vel og er það vel. Áhöfnin á Steinunni SH hefur ekki fari varhluta af því en þeir eru komnir yfir 1000 tonn á þessu fiskveiðiári. Mest fengu þeir þann 20 febrúar síðastliðinn þegar þeir lönduðu 58,5 tonnum. Þessi 1000 tonn hafa þeir fengið í 46 róðrum og hafa því að meðaltali verið með um það bil 22 tonn í róðri. Af þessu tilefni færði Fiskmarkaður Snæfellsbæjar þeim glaðning þann 7. apríl síðastliðinn.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli