Aflabrögð

Fiskerí hefur verið gott síðan verkfallinu lauk og ekkert lát virðist vera á því. Frá 21. til 27. febrúar komu 778 tonn að landi í Rifshöfn í 50 löndunum og 769 tonn í 56 löndunum í Ólafsvíkurhöfn.

Hjá litlu netabátunum var Bárður SH með 36 tonn í 5, Katrín SH með 10 tonn í 3 og Arnar SH með 8 tonn í 1. Einungis einn stór bátur er á netum, Saxhamar SH, hann var með 142 tonn í 5.

Hjá Dragnótabátunum var Steinunn SH með 173 tonn í 5, Matthías SH með 75 tonn í 3, Rifsari SH með 70 tonn í 4, Ólafur Bjarnason SH með 70 tonn í 3, Egill SH með 57 tonn í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH með 55 tonn í 3, Gunnar Bjarnason SH með 54 tonn í 3, Esjar SH með 45 tonn í 4, Guðmundur Jensson SH með 43 tonn í 3 og Bára SH með 13 tonn í 4.

Hjá litlum línubátum var Kristinn SH með 42 tonn í 5, Bíldsey SH 34 tonn í 5, Stakkhamar með 49 tonn í 5, Tryggvi Eðvarðs með 35 tonn í 4, Brynja SH með 35 tonn í 4, Særif SH með 32 tonn í 3, Guðbjartur SH með 25 tonní 4, Darri EA með 21 tonn í 2, Sverrir SH með 16 tonn í 3, Ingibjörg SH með 9 tonn í 2, Vísir SH með 9 tonn í 3 og Álfur SH með 6 tonn í 1.

Hjá stóru línubátunum lönduðu Tjaldur SH 88 tonnum í 2, Sandshavið SA 82 tonnum í 2, Faxaborg 41 tonni í 2, Örvar SH 40 tonnum í 1 og Rifsnes SH 32 tonnum í 1.

Útlit er fyrir gott veður næstu daga þannig að sem flestir bátar ættu að komast á sjó.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli