Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Aflabrögð 24.05.17

Eins og sjá má á myndinni sem fylgir aflabrögðum að þessu sinni var nóg að gera við löndun á síðasta sunnudag og var landað 595 tonnum í 126 löndunum í Ólafsvíkurhöfn. 535 tonnum í 102 löndunum í Rifshöfn og 72 tonnum í 50 löndunum á Arnarstapa. Fyrsta strandveiðitímabili ársins lauk á þriðjudaginn en 120 tonnum var landað af 72 handfærabátum sem flestir voru á strandveiðum.

Hjá dragnótabátunum Var Guðmundur Jensson með 81 tonn í 4, Magnús SH 78 tonn í 3, Ólafur Bjarnason 72 tonn í 4, Esjar SH 60 tonn í 4, Egill SH 43 tonn í 3, Sveinbjörn Jakobsson SH 40 tonn í 2, Gunnar Bjarnason SH 21 tonn í 1 og Bára SH 13 tonn í 2.

Hjá stóru línubátunum landaði Örvar SH 67 tonnum í 2, Tjaldur SH 65 tonnum í 1, Páll Jónsson GK 61 tonnum í 1, Guðbjörg GK 55 tonnum í 5, Rifsnes SH 42 tonnum í 1 og Hafdís SU 7 tonn­um í 1.

Nokkrir aðkomubátar lönd­uðu hér í vikunni og hjá litlu línu­ bátunum landaði Stakkhamar SH 38 tonnum í 4, Bíldsey SH 36 tonnum í 5, Tryggvi Eðvarðs SH 35 tonnum í 5, Kristinn SH 30 tonnum í 4, Brynja SH 25 tonnum í 5, Sverrir SH 15 tonnum í 4, Gísli Súrsson GK 14 tonnum í 1, Auður Vésteins SU 6 tonnum í 1, Fríða Dagmar ÍS 6 tonnum í 1, Jónína Brynja ÍS 6 tonnum í 1, Óli Gísla GK 5 tonnum í 2, Indriði Kristins BA 4 tonnum í 1 og Bergur Vigfús GK 3 tonn í 1.

Einn bátur var á netum Bárður SH og landaði hann 40 tonnum í 4. Matthías SH er eini báturinn á rækjuveiðum og landaði hann 3 tonnum í 1. Sex bátar voru á grásleppunetum og lönduðu þeir 15 tonnum í 10 löndunum.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli