Árekstur í Stórholtunum

Frá vettvangi. Ljósm. Guðmundur Þór Guðþórsson

Mildi þykir að ekki fór verr þegar fólksbíll rann í hálku og lenti framan á snjóruðningstæki í Stórholtunum á norðanverðu Snæfellsnesi í gær, fimmtudaginn 23. febrúar.

Báðir bílarnir köstuðust af veginum og eru ónýtir. Ökumaður fólksbílsins var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar í Reykjavík. Engin meiðsl voru á ökumanni snjóruðningsbílsins.