Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Ársreikningur, fyrri umræða

Ársreikningur Stykkishólmsbæjar fyrir árið 2017 var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.
Rekstrartekjur A+B hluta eru samtals 1.481.405.000.
Rekstrargjöld A+B hluta án afskrifta 1.369.993.000.
Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og og fjármagnsliða er neikvæð um 8.887.000 kr. Áætlun 2017 gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 36.152.000 kr.
Á eignahlið efnahagsreiknings A+B hluta eru færðar 2.835.410.000 en á skuldahlið 1.839.647.000 í langtíma- og skammtímaskuldir, 297.786.000 í skuldbindingar og 697.977.000 í eigið fé.
Fjölmargar tölulegar upplýsingar um og upp úr ársreikningi bæjarins er að finna á vef bæjarins, stykkisholmur.is.
Áhugavert að að velta upp tölum pr. íbúa. Tekjur pr. íbúa eru í A+B hluta 1.258.000 en rekstargjöld og fjármagnsliðir 1.264.000 eða um 6 milljónum umfram tekjur, áætlun gerði ráð fyrir 31 milljón í umframtekjur á hvern íbúa. Skuldir og skuldbindingar pr. íbúa hafa hækkað frá árinu 2014 úr 1.254.000 í 1.814.000 kr. árið 2017. Íbúum hefur fjölgað um 72 frá 2014 til 2017.
Útsvar og fasteignaskattur aukast um 7% á milli ára en stakar einingar skila hagnaði og aðrar tapi. Skuldaviðmið skv. ársreikningi 2017 er 138%. Helsta ástæða hækkunar skuldaviðmiðs eru miklar fjárfestingar eða um 383,3 milljónir kr. skv. ársreikningnum.

am/frettir@snaefellingar.is