Asahláka í kjölfar snjókomu

Óveður gekk yfir landið á fimmtudag 1. febrúar og fór Snæfellsbær ekki varhluta af því. Snjó kyngdi niður á fimmtudeginum og var því mjög blint þegar tók að hvessa. Um ellefuleitið um kvöldið tók svo að rigna og þá birti aðeins til en hávaðarok skall á. Björgunarsveitin Lífsbjörg hafði í nógu að snúast. Fengur þeir fjöldamörg útköll, aðallega vegna foks á lausamunum og þakplötum sem losnuðu. Bátur losnaði frá bryggju á Rifi en björgunarsveitarfólki tóks að tryggja hann. Frá björgunarsveitinni voru 8 manns á ferð um nóttina og sinntu þau verkefnum til um 4 um nóttina.
Veðrið fór ekki að ganga niður fyrr en um morgunin en samkvæmt mælum Veðurstofunnar mældist meðalvindur í Ólafsvík frá ellefu um kvöldið til fjögur um nóttina 30 metrar á sekúndu og urðu 42 í hviðum.
Slökkvilið Snæfellsbæjar fékk einnig nokkur útköll þar sem flætt hafði inn í kjallara á nokkrum stöðum í vatnsveðrinu sem fylgdi.
Ekki er vitað til að stórtjón hafi orðið þó yfirleitt verði eitthvert tjón þegar svona veður gengur yfir.

þa