Aukning á gistinóttum tjaldsvæðisins

Gistinætur á tjaldsvæðinu í Stykkishólmi í júní á þessu ári voru 3.145 sem er talsverð aukning frá sama tíma í fyrra en þá voru gistinæturnar 2.083. Það er um 50% aukning.

Árið 2015 voru gistinætur í júní 1.584.

Að hluta til má skýra þessa miklu aukningu með því að horfa til dagatalsins en fimm helgar voru í júnímánuði þetta ár. Síðastliðin helgi hófst í lok júní og náði yfir mánaðamótin. Það er alla jafna frekar stór ferðahelgi. Það má því vera að aukningin verði ekki jafn mikil í júlí.

Það má þó taka fram að aukningin var þegar byrjuð því síðustu vikuna í júní voru u.þ.b. 1.300 gistinætur á tjaldsvæðinu.