Miðvikudagur , 19. desember 2018

Bæjarblaðið okkar

IMG_2450Undirbúningur fyrir blað vikunnar er hafinn. Næsta blað kemur út fimmtudaginn 7.nóvember 2013

Þrátt fyrir byltingu í fjölmiðlun, sem bæjarblað allra Hólmara nær og fjær tekur fullan þátt í, þá er prentið það eina rétta fyrir suma, alltaf í hendi og nærtækt.  Að ná til fólks verður alltaf flóknara og með nýjum leiðum í fjölmiðlum verður það ekkert léttara, það þarf einungis að vera á fleiri stöðum með kynningarefni, þar sem hvert styður annað.  Það hefur færst í vöxt nú síðustu mánuði að fjölpóstur eykst, hversu óumhverfisvænt sem það kann nú að vera og hver sem árangur hans er á kaupendur vöru og þjónustu eða væntanlega gesti er.  Hverju einasta tölublaði Stykkishólms-Póstsins er komið í hendur lesenda, í fyrsta lagi inn á öll heimili og fyrirtæki í Stykkishólmi og nágrenni og svo liggja eintök frammi á bensínstöðvum á Snæfellsnesi og alla leið inn í Dali.  Við heyrum það mjög oft að fólk haldi upp á bæjarblaðið og geymi í mörg ár og verðum vör við það að lestur blaðisns nær yfir smáa letrið líka!  Að auglýsa í Stykkishólms-Póstinum er áhrifaríkt.

Getum í flestum vikum boðið upp á litauglýsingar – það verður þó að panta þær degi fyrr en þessar sígildu!

  • Mánudagar:  Panta lit og helst skila inn til stykkisholmsposturinn@anok.is
  • Þriðjudagar:  Skilafrestur annars efnis í blaðið rennur út á hádegi.
  • Miðvikudagar:  Blaðið rennur í gegnum prentvélarnar – og birtist kl. 17 á www.snaefellingar.is
  • Fimmtudagar:  Borið út til allra í póstnúmeri 340 og póstlagt til áskrifenda .
  • Föstudagar:  Vísnagátan ráðin?

Hægt er að koma efni á framfæri við blaðið á netfangið stykkisholmsposturinn@anok.is eða í síma 5342120.