Bæta og breyta Ennisbraut 1

Húsið að Ennisbraut 1 hefur tekið miklum breytingum undanfarið. Húsið hefur gengt mörgum hlutverkum í gegnum tíðina þar var smíðaverkstæði, símstöð, bókhaldsþjónusta, kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, sjoppa og Sparisjóður.

Eigendur hússins þeir Jóhann Már Þórisson og faðir hans Þórir Jónsson sem reka Sheepa ehf smíðafyrirtæki ásamt Ásgeiri Björnssyni, fyrrum grásleppukarli. Vinna þeir sjálfir að framkvæmdunum. Húsið sem var ein hæð er nú orðið tveggja hæða en eftirhæðinni bættu þeir við. Á efri hæðinni verður ein þriggja herbergja íbúð með stórum svölum og á neðri hæðinni verða tvær tveggja herberja íbúðir. Þeir félagar byrjuðu á verkinu í mars síðastliðnum og vonast þeir til að það klárist um næstu páska en þetta er algjör aukavinna hjá þeim. Upphaflega var húsið teiknað á tveimur hæðum og því vissu þeir að auðvelt ætti að vera að fá samþykki fyrir að byggja ofan á það. Einnig hafði Jóhann alltaf langað að gera þak eins og nú er á húsinu og stóðs því ekki mátið að kaupa það og fara í framkvæmdir.

Ekki er búið að taka ákvörðun um hvað verður um húsið þegar það er tilbúið, hvort það verður leigt út eða selt en íbúðirnar voru teiknaðar með það í huga að þar gæti fólk hugsað sér að búa til lengri tíma en þeir hafa ekki útilokað neitt. Fyrst ætla þeir að ljúka verkinu og sjá svo hver eftirspurnin verður.

þa/Bæjarblaðið Jökull