Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Bakki er krúttadeildin


Í byrjun nóvember opnaði fjórða deildin við Leikskólann í Stykkishólmi og fékk hún nafnið Bakki.
Deildin er í 60 fermetra húsi á lóð leikskólans og þar verða yngstu börn leikskólans í vetur. Börnin á Bakka eru flest komin á annað ár. Börnin eru 9 talsins um þessar mundir og svo bætast fleiri við eftir áramótin þegar þau ná eins árs aldrinum. Deildarstjóri á Bakka er Bergdís Eyland Gestsdóttir og með henni þar er Sigríður Sóley Þorsteinsdóttir.
Meðfylgjandi mynd var tekin núna í nóvember þegar hádegismaturinn hafði verið borin fram og biðu krúttin spennt eftir matnum.

am