Baldur frá í 3-4 vikur!

Bilun kom upp í aðalvél Baldurs s.l. helgi og er ljóst að viðgerð mun taka a.m.k. 3-4 vikur. Um flókið verk er að ræða sem vonandi tekst að klára á þessum tíma. Ekki verður því siglt með bifreiðar yfir fjörðinn þann tíma. Farþegaskipið Særún mun sigla út í Flatey á föstudögum og sunnudögum á meðan á viðgerð stendur. Vegagerðin hefur gefið út tilkynningu vegna þessa um að vetrarþjónusta við suðurfirði Vestfjarða verði aukin til klukkan 20:00.

am