Baldur í slipp

Baldur fór í slipp í síðustu viku og stóð til að Særún leysti af með siglingu í Flatey. Það vildi ekki betur til en svo að Særún bilaði og ekki var hægt að sigla í Flatey föstudag, laugardag og sunnudag. Aukaferð átti að fara á mánudag og svo skv. áætlun þar til Baldur kemur til baka í áætlun föstudaginn 11. maí, gangi allar áætlanir eftir. Vetraráætlun er í gildi út maí þar sem Baldur siglir einu sinni á dag nema föstudaga þegar hann siglir kl. 9 og 15 frá Stykkishólmi.

am/frettir@snaefellingar.is