Baldur í Slipp og framkvæmdir í Flatey

Í gær sigldi Baldur suður í slipp en stefnt er að því að hann komi aftur í reglubundna áætlun 11. maí. Særún verður í ferðum milli Flateyjar og Stykkishólms á meðan. Mikið er um að vera í Flatey þessi dægrin því tökur á myndinni Flateyjargáta standa nú yfir í eyjunni og standa næstu vikur. Mikið er um framkvæmdir í eyjunni því framkvæmdir að hefjast við húsbyggingu sem búið er að stypa fyrir, auk þess sem bera á í veginn sem hefur látið á sjá. Fleiri framkvæmdir standa fyrir dyrum í Flatey en heimildir Stykkishólms-Póstsins herma að líklega verði stærsta framkvæmdin ný og stærri bryggja gangi fyrirheit siglingasviðs Vegagerðarinnar eftir næsta haust.

am/frettir@snaefellingar.is/Mynd: Kristján Lár