Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Baldur, staða mála


Samkvæmt fréttatilkynningu frá Sæferðum í gær, 3. janúar varðandi viðgerð skipsins kemur fram að unnið er að samsetningu vélar skipsins hjá Framtaki í Garðabæ. Þar eru unnir langir dagar við verkefnið. Ekki verður hægt að senda vélina í Stykkishólm í þessari viku eins og að var stefnt og er stefnt á að hún fari vestur í byrjun næstu viku. Þá tekur við ísetning og stilling vélarinnar í skipinu sem tekur um 10 daga, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Áætlaðar siglingar Baldurs hefjast því ekki fyrr en um 18.-20. janúar.

am