Barnalán kallar á úrræði

Nú er svo komið að húsnæði leikskólans hefur sprengt utan af sér. Mikill fjöldi barna er í leikskólanum og er hann yfirfullur. Í vetur voru t.a.m. fjórum börnum of mikið miðað við það sem æskilegt þykir og verða þau fleiri þegar skólinn hefst aftur í haust.

Það þykir hvorki boðlegt kennurum né börnum að hafa svo mörg börn á fáum höndum, það getur raskað starfinu. Lausna hefur verið leitað og nú hefur verið ákveðið að fá hingað lausa kennslustofu.

Ekki er búið að ganga nákvæmlega frá öllum endum en leikskólinn hefur fundið álitlega stofu. Sú er í góðu ásigkomulagi og 60 fermetrar. Það þyrfti að flytja hana hingað frá Reykjavík og þá á eftir að hanna eitt rými í hana. Gangi allt eftir má gera ráð fyrir stofunni í haust.

Það verða því fjórar deildir í haust.