Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Bátar í vanda

Í desember lentu tveir bátar frá Stykkishólmi í vandræðum hér á Breiðafirðinum. Farþegabáturinn Austri SH strandaði austan við Skoreyjar. Farþegaskipið Særún var á leið til Flateyjar þegar slysið átti sér stað og fór af leið til aðstoðar þegar neyðarkall barst.

Farþegar fóru um borð í Særúnu en bátar úr Stykkishólmshöfn fóru á strandstað ásamt björg-unarsveitinni Berserkjum til að ná bátnum til hafnar. Þyrla landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. Kári SH varð vélarvana úti fyrir Rifi og kom björgunarsveitin Lífsbjörg úr Snæfellsbæ til aðstoðar og drógu bátinn til hafnar, áður en hann rak upp í fjöru.

Skv. upplýsingum frá lögreglu þá kom upp lítilsháttar eldur í moltu á Ögursafleggjara 29. desember og var slökkvilið kallað á staðinn. Vinnuvélar voru nýttar til að hreyfa til moltuna, losa um og forfæra.

am