Bilun í Baldri

Farþegar athugið – áríðandi tilkynning.

S.l. föstudag kom upp bilun í Baldri.

Unnið var að viðgerð aðfaranótt laugardags en niðurstaðan var sú að ekki tókst að gera við svo hægt væri að sigla í gær laugardag eða í dag sunnudaginn 17.júní.

Siglt hefur verið á Særúnu í dag í Flatey og ljóst að ekki verður siglt á morgun mánudag.

Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum