Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Bilun í lyftu á HVE Stykkishólmi

Vegna þrálátra bilana í aðal fólkslyftu St.Fransiskusspítalans þarf að ráðast í að endurnýja allan rafbúnað í lyftunni og verður ráðist í aðgerðina strax eftir Hvítasunnu (6.júní).

Þá liggur fyrir að lyftan verður óstarfhæf um viku tíma (lágmark), og er starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vesturlands nú að leggja drög að þeim tilfærslum sem þarf að gera á aðkomuleiðum og aðdráttum þann tíma.

Þeim sem ekki geta notað stiga til að komast á heilsugæslustöðina og ofar í bygginguna, er bent á að nýta sér gamla aðalinnganginn í eldri hluta spítalans. Þar er gengið beint inn á heilsugæsluhæðina og auk þess er þar að finna lyftu sem gengur á milli 1. og 4. hæðar.

Þeir sem eiga erindi á endurhæfingardeild á jarðhæð geta að eftir sem áður gengið um núverandi aðalinngang byggingarinnar. Þar sem búast má við truflunum á lyftunni fram til þess tíma að viðgerð fer fram er þeim skjólstæðingum sem erfitt eiga með að ganga stiga bent á þessa lausn nú þegar.

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Umsjónarmaður fasteigna í Stykkishólmi.