Bingóágóðinn fór í Afdrep


Ungmennaráð Snæfellsbæjar stóð fyrir bingói fyrir síðustu jól. Heppnaðist bingóið mjög vel og var fullt út úr dyrum á sal Grunnskóla Snæfellsbæjar þegar það var haldið. Ágóðann af bingóinu sem var tæpar 60 þúsund krónur afhenti Isabella Una Halldórsdóttir fyrir hönd ungmennaráðs Snæfellsbæjar félagsmiðstöðinni Afdrep á síðasta fimmtudag. Það voru þær Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Berglind Magnúsdóttir starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar sem veittu gjöfinni viðtöku.

þa