Birta í byrjunarliði U17

Birta Guðlaugsdóttir, mark­vörður Víkings stendur í ströngu þessa dagana en hún ásamt U17 landsliði kvenna í knattspyrnu er stödd í Portúgal. Þar fer fram milliriðill fyrir EM 2017 sem mun fara fram í Tékklandi í maí næstkomandi.

Ísland spilaði sinn fyrsta leik í milliriðlinum gegn Svíum og unnu íslensku stelpurnar þær sænsku 1 ­- 0. Birta var í byrjunarliði Íslands í leiknum og stóð því á milli stanganna frá fyrstu mínútu og hélt hreinu. Stefanía Ragnarsdóttir skoraði eina mark leiksins á áttundu mínútu.

Glæsilegur árangur íslenska liðsins og Birtu sem hefur sýnt að hún á bjarta framtíð fyrir sér á milli stanganna. Ísland leikur næst gegn Spáni fimmtudaginn 30. mars og mætir síðan gest­gjöfunum Portúgölum sunnu­daginn 2. apríl næstkomandi í lokaleik milliriðilsins.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli