Bjartur gerir það gott með landsliðinu

Bjartur Bjarmi Barkarson er ungur og efnilegur fótboltamaður sem skrifaði í vetur undir samning við Víking Ólafsvík og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.
Bjartur er uppalinn í Ólafsvík og hefur spilað fótbolta þar upp yngri flokkana. Hann var á dögunum valin í landslið U16 karla en þeir hafa þeir nýlokið keppni UEFA Development Tournament sem fram fór í Búlgaríu. Keppti liðið 3 leiki og vann alla leiki sína og endaði því í fyrst sæti. Bjartur Bjarmi nýtti tækifæri sýn mjög vel og skoraði 2 mörk fyrir landsliðið.
Frá Búlgaríu flaug Bjartur Bjarmi svo til móts við liðsfélaga sína í Víkingi sem eru í æfingaferð á Spáni þessa dagana. Það verður gaman að fylgjast með þessum unga og efnilega fótboltamanni vaxa og dafna.

þa