Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Björgin aðstoðar

Um klukkan 7:30 á sunnu­dagsmorgun barst útkall á Björgunarbátinn Björg frá Land­helgisgæslunni og var hún beðin um að fara og sækja togbátinn Dag SK­17 sem gerður er út á rækju í Breiðarfirði af Dögun ehf. á Sauðárkróki. Um var að ræða 363 brúttótonna skip sem var statt 9 sjómílur norðvestur af Rifi. Lagt var af stað rúmlega átta í mjög góðu veðri frá Rifshöfn með fjóra í áhöfn. Þegar Björgin nálgaðist togbátinn var vestan kaldi og smá alda. Um klukkun níu kom Björgin að Degi og hann kominn í tog nokkrum mínútum síðar.

Mjög greiðlega gekk að koma taug í bátinn og var að því loknu haldið til hafnar í Grundarfirði. Gekk ferðin vel og slétti sjóinn eftir sem austar dró, þegar komið var inn á Grundarfjörð um klukkan 13:30 var togbáturinn tekinn á síðuna á Björginni en það gekk ekki vegna þess að hann leitaði alltaf í stjórnborðið. Var þá ákveðið að draga hann inn með stuttri dráttartók og var Dagur SK kominn a bryggju um klukkan 14:30. Þá hélt Björgin aftur til Rifshafnar og var komin þangað um fjögurleitið tók þessi aðstoð því átta klukkutíma.

Birtist fyrst í Bæjarblaðinu Jökli