Blessað haustveðrið

Ágústmánuður var sannarlega sumarbætir eftir blauta og kalda júní og júlímánuði. Ekki var hann sérlega hlýr miðað við meðaltal en þurrari var hann amk. Meðalhitinn var 9,7 stig og úrkoma undir meðallagi hér á vestanverðu landinu, en hún mælidst 25,1 mm í Stykkishólmi í ágúst. Sumarið var kalt og blautt á suður og vesturhluta landsins en ágætt á norður- og austurlandi. Ummerki um sumarið má gjarnan sjá á hausti þegar gengið er til berja. Hér á Snæfellsnesi berast af því fréttir að lítið sé um ber en að sama skapi sé mikið um þau á norður- og austurlandi.  Fé er víða farið að leita niður á láglendi enda farið að kólna á næturnar. Fjallskilaboð eru að komast í réttar hendur víða um land og smalar farnir að undirbúa komandi vikur. Smalað verður víða á Snæfellsnesi helgina 15.-16. septmeber og verður tam. réttað í Arnahólsrétt við Skjöld sunnudaginn 16. september.

am/frettir@snaefellingar.is