Boltinn af stað

Meistaraflokkslið Víkings var rétt komið heim úr æfingaferð til Spánar þegar keppni hófst í Mjólkurbikarnum, fyrsta lið sem Víkingur mætti var lið KFG á Bessastaðavelli þann 19. apríl. Leikurinn fór 0-5 fyrir Víking en Ívar Reynir Antonsson skoraði eitt og Kwame Quee skoraði tvö, leikmenn KFG skoruðu tvö sjálfsmörk.
Með þessu komst Víkingur í 32 liða úrslit en dregið var í þeim á mánudag, Víkingur mun leika gegn Hamri í Hveragerði, leikurinn fer fram á Grýluvelli þriðjudaginn 1. maí kl. 16.