Breytingar á Hárstofunni

Viðskiptavinir Hárstofunnar í Stykkishólmi tóku eflaust eftir því að stofan var lokuð í vikutíma vegna breytinga. Þegar Stykkishólms-Pósturinn leit þar inn á þriðjudag var nóg að gera enda fermingartíminn að fara í hönd og fermingarfjölskyldur þurfa jú flestar einhverrar hársnyrtingar við.  Setið var í öllum stólum nema barnastól. Búið er að snúa stofunni þannig að betra pláss myndast fyrir starfsfólk og viðskiptavini allt málað og skipt um gólfefni og undirlag undir því. Hársnyrtifólk stendur allan daginn við sína vinnu og skiptir gólfefni því miklu máli fyrir þeirra vinnuaðstöðu. Eigandi Hárstofunnar er Bjarndís Emilsdóttir en Eva Rut Ellertsdóttir og Ólöf Ásdís Kristjánsdóttir starfa hjá henni á stofunni.

am/frettir@snaefellingar.is