Um miðjan apríl barst útgefanda Jökuls bréf frá Íslandspósti þar sem farið var yfir ýmsar breytingar á verðskrá sem fyrirhuguð er þann 1. maí n.k. Í sama bréfi var einnig tilkynnt að um mánaðarmótin muni Íslandspóstur hætta aldreifingu á landsbyggðinni og verður Jökli því alltaf dreift á tveimur dögum hér eftir.
Útgefandi Jökuls hefur því ákveðið að blaðið komi hér eftir út á miðvikudögum og verði dreift á miðvikudögum og fimmtudögum, ef frídagur er á fimmtudegi mun Íslandspóstur dreifa blaðinu á miðvikudegi og föstudegi.
Þessi breyting gerir það einnig að verkum að skiladagur efnis og auglýsinga flyst frá þriðjudegi yfir á mánudag, því er lokafrestur skila kl. 18 á mánudegi fyrir útgáfu.
Jökull kemur ekki út næstu tvær vikur, næsta blað kemur út miðvikudaginn 17. maí og er skilafrestur í það blað í síðasta lagi kl. 16 mánudaginn 15. maí.