Byggðakvóti

Enn af bæjarráðsfundi s.l. þriðjudag því Lárus Ástmar lagði fram tillögu varðandi byggðakvóta þar sem hann leggur til að Fiskistofu verði falið að úthluta byggðakvóta Stykkishólmsbæjar vegna fiskveiðiársins 2013/2014 á grundvelli þeirra almennu reglna sem um hana gilda í reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665/2013. Tillaga samþykkt með tveimur atkvæðum, Gretar sat hjá. Gretar bókaði eftirfarandi: „Gretar óskar eftir að áhrif þessarar tillögu á úthlutun byggðakvótans verði tekin saman fyrir næsta bæjarstjórnarfund.“
Í reglugerðinni sem vísað er í hér að ofan vega þungt þær greinar hennar sem fjalla um skilyrði til úthlutunar:
„Úthluta skal aflamarki til fiskiskipa sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fisk­veiða, með síðari breytingum, við lok umsóknarfrests.
Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2013.
Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2013. Miðað skal við lögheimili einstaklinga samkvæmt þjóð­skrá og heimilisfang lögaðila samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.“
Skilryði er einnig í reglugerðinni um að „Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga á tímabilinu frá 1. september 2013 til 31. ágúst 2014.