Þriðjudagur , 20. nóvember 2018

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólanemendur héldu upp á Dag íslenskrar tungu á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar þann 16. nóvember s.l.
Hefðbundið skólastarf var brotið upp og þrátt fyrir tímabundið rafmagnsleysi á fimmtudaginn var fjölbreytt dagskrá. Nemendur fóru út um víðan völl, heimsóttu dvalarheimili, vinnustaði, leikskólann m.m. og enduðu í Stykkishólmskirkju þar sem Lúðrasveit Stykkishólms hélt hausttónleika í lok skóladags.
Viðtökur voru allstaðar góðar en í bakaríinu var t.d. hópur af ítölskum kennurum á ferð og fengu þau söng frá nemendum yngra stigs og voru afar hrifin. Miðstigið fór í leikskólann og var lesið fyrir börnin í öllum hornum. Elstu krakkarnir fóru á Dvalarheimilið og þar var spurningaleikur og virtist fólk skemmta sér vel þar eins og á öllum öðrum stöðum sem heimsóttir voru. Lúðrsveitin í samstarfi við grunnskólann spilaði undir söng hjá nemendum í tilefni dagsins auk þess að flytja sína eigin efnisskrá sem var metnaðarfull að vanda.

am