Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Dansverkið FUBAR kemur vestur

Áhugafólk um menningarviðburði á Snæfellsnesi býðst brátt að sækja danssýningu í Frystiklefanum í Rifi.Sigríður Soffía Níelsdóttir mun flytja dansverk sitt FUBAR. Jónas Sen sér um tónlistina og í sýningunni má sjá hann stíga nokkur dansspor.Þó að um danssýningu sé að ræða inniheldur hún einnig uppistand þar sem Sigríður segir tragí-kómískar lífsreynslusögur, söng og leik. Það ættu því allir eflaust að finna sitthvað við sitt hæfi.

Verkið var frumsýnt í Reykjavík í október og var m.a. sýnt á Airwaves. Sýningarnar á Rifi og Patreksfirði verða þær síðustu á túrnum en yfir 20 sýningar hafa verið sýndar víðsvegar um landið við góðar undirtektir.Sigríður segir að hugmyndin um að ferðast um Ísland með danssýningu hafi vaknað eftir að hafa komið víða fram á svíði í ýmsum smábæjum í Evrópu en aldrei á Akureyri sem dæmi.

Sýningarnar hér á landi hafa gengið vel, t.d. mættu um 200 manns í Borgarnesi og vitað er að nokkrir munu sækja sýninguna í Rifi úr höfuðborginni til að ná þessum síðustu sýningum. Sigríður segir það skemmtilegt og gaman að nýta öll þessi ólíku og skemmtilegu rými sem fyrirfinnast á landsbyggðinni til að setja svona viðburð á svið.

Verkið er unnið í samstarfi við List fyrir alla, verkefni sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt óháð búsetu og efnahag. Börn á grunnskólaaldri hafa því aðgengi að fjölbreyttum listviðburðum.Í lýsingu sýningarinnar á heimasíðu Listar fyrir alla segir: „Sólóverkið FUBAR er henni [Siggu] afar kært en verkið er abstrakt nálgun af persónulegri upplifun höfundar af hryðjuverkaógn í Evrópu.”

FUBAR verður sýnt í Frystiklefanum þann 27. apríl kl. 18.
Hægt er að fylgjast með ferðalagi FUBAR á instagram (@siggasoffiainc) og á Facebook hér.