Dreifing Stykkishólms-Póstsins

Í vor kom tilkynning frá Íslandspósti um að aldreifingu á fjölpósti yrði hætt á fimmtudögum á landsbyggðinni. Til að tryggja það að allir bæjarbúar fengju blöðin sín á fimmtudegi í stað þess að skipta dreifingu í tvo daga var brugðið á það ráð að fá starfsfólk Ásbyrgis til þess að dreifa í þá hluta bæjarins á móti Póstinum.

Það eru ekki alltaf sömu hverfin hverju sinni svo þá þurfa allir að vera á tánum. Þau leiðu mistök áttu sér stað við dreifingu tölublaðsins sem kom 8. júní að sumir bæjarbúar fengu tvö eintök en aðrir ekki neitt. Það má rekja til þess í stuttu máli að mánudagur fyrir útgáfu var frídagur sem riðlaði til skipulagi.

Þess má geta að fyrirkomulagið sem er í dag, þar sem Íslandspóstur og Ásbyrgi skipta með sér dreifingu, hefur gengið vonum framar. Sá hátturinn var á í maímánuði og gekk mjög vel.

Einnig er vert að benda á að hægt er að nálgast eintök af blaðinu í Bónus og Olís.